Í jólaskapi með Spectrum í Langholtskirkju

Spectrum heldur árlega jólatónleika sína nú í Langholtskirkju ásamt hljóðfæraleikurunum Vigni Þór Stefánssyni, Hauki Gröndal, Gunnari Hrafnssyni og Þorvaldi Ingveldarsyni. Spectrum lofar Gleði, gæðum og galdri á tónleikunum!

Jólapeysumynd SpectrumAllir heyra eitthvað við sitt hæfi – við syngjum hefðbundin jólalög í bland við nýjar útsetningar á þekktum lögum, að ógleymdum perlum sem eru í uppáhaldi hjá Spectrum en heyrast ekki víða. Í fyrra sprengdum við Fríkirkjuna þannig að nú stækkum við húsnæðið og syngjum í Langholtskirkju, sem þýðir líka að við getum boðið upp á kakó og kleinur í hléinu. Það borgar sig samt að tryggja sér miða sem fyrst. Miðinn kostar 3600.- við inngang og á tix.is

Miðasala á Tix.is: https://tix.is/is/event/6866/i-jolaskapi-jolatonleikar-spectrum/?fbclid=IwAR3cFRX96VxMJMwsKh1sJKA0L3aLrN2EwdtldD8sF0OO0wLb26sbAatcI7Q