Klukknanna köll

Jólatónleikar Spectrum verða að þessu sinni í Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20 .

Á dagskránni er okkar hefðbundna blanda; jólalög sem allir kannast við, lög sem allir þekkja en eru í nýstárlegri útsetningu og svo nokkur sem þið hafið kannski aldrei heyrt áður. Í ár syngjum við til dæmis verk og útsetningar eftir Ola Gjeilo, Báru Grímsdóttur, Michael McGlynn, Skarphéðin Þór Hjartarson, Mykola Leontovich, Pentatonix og Sigvalda Kaldalóns.

Hljóðfæraleikarar eru Vignir Þór Stefánsson á píanó, Haukur Gröndal á klarinett og saxófón og Þorvaldur Ingveldarson á slagverk.

Miða má kaupa á tix.is, en einnig er hægt að fá miða á afsláttarverði hjá kórfélögum til 3. desember.