Haustverk!

Nú er allt að fara á fullt hjá Söngstúdíóinu. Söngtímar voru í gangi allt sumarið og halda þeir áfram í vetur. Nemendur geta eftir sem áður komið í tíma allan ársins hring og byrjað hvenær sem er. Starfið hjá okkur er ekki bundið því að byrja á haustin eins og í hefðbundnu skólastarfi.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir tónfræði og tónheyrnarnámskeiðunum, bæði byrjenda og framhalds. Mun ég koma slíku á laggirnar með haustinu og set fréttir af því hér fljótlega.

Ný sending er komin af kennsludiskum og má nálgast þá hjá mér með tölvupósti og heimsendingu. Einnig er í bígerð að búa til tvo nýja kennsludiska sem koma væntanlega út í vetur.

Sönghópurinn Spectrum tók sér frí í júní og júlí í fyrsta skipti í 10 ár og verður ekki á Menningarnótt, en undirbýr í staðinn endurflutning á hinu frábæra kórverki Requiem eftir John Rutter sem Spectrum flutti 2012 í Neskirkju. Farið verður norður og verkið flutt á Sauðárkróki og Akureyri í lok september.