Vinarþel í Seltjarnarneskirkju

Loksins loksins gat Spectrum haldið tónleika eftir að hafa æft óslitið frá því í fyrstu bylgju Covid. Hópurinn hefur lagt mikið á sig til þess að geta sungið, æft á zoom, æft í bílakjöllurum, skipt hópnum upp í allar mögulegar einingar og hvað eina. Fresta þurfti tónleikum tvisvar en í þriðja sinn gekk allt eftir og tónleikanir voru uppseldir.

Næst syngur Spectrum á Menningarnótt og þá geta aðdáendur fengið að sjá og heyra hluta tónleikanna.