Jólasöngvar Spectrum í Háteigskirkju 10. desember

Spectrum heldur árlega jólatónleika sína 10. desember kl. 20 í Háteigskirkju.
Miðaverð er 2500 krónur. Posi verður við innganginn. 

Forsala aðgöngumiða er hafin hjá meðlimum Spectrum, en einnig er hægt að panta miða á netfanginu ingveldur@gmail.com. Forsöluverð er kr. 2000.-

Jólasöngvar Spectrum einkennast af mikilli jólastemningu og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Flutt verða þekkt lög við nýstárlegar útsetningar og falleg óþekktari lög. Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Auk hans leika Þorvaldur Ingveldarson á slagverk og Jón Guðmundsson á flautu.