Söngtímar og námskeið í haust!

Haustönn fer að stað af fullum krafti með söngtímum og tónfræðinámskeiðum. Auk þess eru tveir kórar í gangi; annars vegar Sönghópurinn Spectrum og Sönghópur Landsnets. Hægt er að vera í einkatímum í söng og talkennslu, ýmist vikulega eða sjaldnar. Verðið ræðst af því hversu margir tímar eru keyptir í einu og staðgreiddir.

Við sníðum námið að nemandanum!