Söngtímar í sumar

Á sumrin er hægt að vera í söngtímum vikulega eða sjaldnar. Margir vilja halda sér við yfir sumartímann, þegar skólar taka langt sumarfrí. Röddin getur vel dottið úr þjálfun á svo löngum tíma og oft erfitt að koma sér í gang á haustin. Kennt er á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á sumrin, nema með einstaka undantekningum.  Einnig heldur Sönghópurinn Spectrum áfram æfingum á sumrin og verður með uppákomu á Menningarnótt 23. ágúst.

Hægt er að panta tíma í síma 898 0108, eða á ingveldur@gmail.com