Stingum af – með Spectrum

Spectrum í SeltjarnarneskirkjuNú er komið að árlegum vortónleikum Spectrum. Að þessu sinni verður dagskráin í Guðríðarkirkju, með yfirskriftinni Stingum af – með Spectrum. Er það tilvísun í eitt af lögunum sem við flytjum; Stingum af með Mugison. Hljóðfæraleikarar eru Vignir Þór á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Ársæll Másson á gítar og Þorvaldur Ingveldarsson á slagverk. Eftir tónleikana verða veitingar í boði kórsins!