Vorboðinn á Café Rósenberg 21. maí kl. 21

Nú er komið að afar skemmtilegum vortónleikum hjá sönghópnum Spectrum. Að þessu sinni verða tónleikarnir með kaffihúsasniði og fannst okkur því enginn staður betur til þess fallin en Café Rósenberg á Klapparstíg. Flutt verða þekkt lög úr heimi söngleikjanna, sem og vinsæl popp – og dægurlög. Má þar nefna lög eftir Jón Múla í útsetningu Skarpa/Skarphéðinn Þór Hjartarson; Eric Clapton og Bítlana; smelli úr West Side Story, Rent, Óperudraugnum og hinni vinsælu teiknimynd Frozen.

Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona og söngkennari. Þaulreyndir hljóðfæraleikarar munu leika undir með Vignir Stefánsson píanóleikara í fararbroddi.
Sviðshreyfingar eru hannaðar af Andreu Katrínu Spectrummeðlim.

Miðar fást í forsölu á kr. 1500.- hjá Spectrum meðlimum og Ingveldi Ýri, en kosta kr. 2000.- við innganginn á Rosenberg og þar er jafnframt posi.

 

https://www.facebook.com/events/708834139180927/