Spectrum í Hörpu á Menningarnótt

Nú er komið að hinni skemmtilegu Menningarnótt, þar sem bærinn iðar enn meira af lífi og menningin fyllir hvert horn.

Við erum svo heppin að fá inni í Hörpu í ár með söngleikja, og dægurlagaprógramm. Spectrum mun syngja kl. 15 í Norðurljósasal og aðgangur ókeypis. Frábært tækifæri til að hlusta á bestu lögin okkar! Píanisti er Vignir Þór Stefánsson og með okkur spilar einnig Ársæll Másson á gítar. Spectrum syngur nú á Menningarnótt í tíunda sinn, en það er alltaf hápunktur sumarsins fyrir kórinn. Reyndar byrjaði sumarið á því að Spectrum söng í brúðkaupi hjá mér og manni mínum Ársæli, en það var kanske meira minn persónulegi hápunktur:)))Spectrum nærmynd